Varaformaður Viðreisnar verður oddviti flokksins í Suðurkjördæmi

Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar verður oddviti flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Fram kemur í tilkynningunni að listinn endurspegli þann breiða hóp sem að framboðinu stendur og er óhætt að segja að frambjóðendur komi úr afar ólíkum áttum, en á listanum má sjá fólk úr  viðskiptalífinu, hjúkrun, menningu og námi. Hér að neðan má sjá listann í heild.

 

 

Frambjóðendur:
1. Jóna Sólveig Elínardóttir, alþingismaður og varaformaður Viðreisnar
2. Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur
3. Stefanía Sigurðardóttir, listrænn viðburðastjóri
4. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
5. Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari
6. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur
7. Þóra G. Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu
8. Skúli Kristinn Skúlason, sjómaður
9. Herdís Hrönn Níelsdóttir, laganemi
10. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögmaður
11. Harpa Heimisdóttir, útfararstjóri
12. Viðar Arason, bráðatæknir
13. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
14. Skúli Thoroddsen, lögfræðingur
15. Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarfræðingur
16. Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi
17. Áslaug Einarsdóttir, kennari
18. Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur
19. Heiða Björg Gústafsdóttir, sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur
20. Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri

Athugasemdir

athugasemdir