Varar NATO við því að skipta sér af innanríkismálum Svíþjóðar

Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar varar NATO við því að hafa afskipti af innanríkismálum í Svíþjóð. Þetta kom fram í nýársviðtali við Wallström í sænskum fjölmiðlum um helgina. Tilefni ummæla Wallström má rekja til þess að Kay Baily Hutchison sendifulltrúa Bandaríkjanna í NATO gagnrýndi þá hugmynd sænskra yfirvalda að skrifa undir alþjóðabann gegn kjarnavopnum, en Hutchison sagði að ef slík undirritun ætti sér stað af hálfu sænskra yfirvalda myndi það valda samskiptavanda milli NATO og Svíþjóðar. Ljóst er að málið kann að valda deilum en varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir að viljinn til kjarnorku afvopnunar megi ekki standa í vegi fyrir alþjóðasamstarfi Svíþjóðar til aukinnar varnargetu landsins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila