Varð fyrir einelti af hálfu skólafélaga og kennara í æsku

Atli Þór Matthíasson.

Líðan þess sem hefur orðið fyrir alvarlegu einelti má líkja við að hjartað sé hreinlega rifið úr viðkomandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Atla Þórs Matthíassonar sem þola þurfti einelti öll sín grunnskólaár en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar í dag. Atli sagði sögu sína og greindi frá reynslu sinni, en hann segir eineltið ekki eingöngu hafa verið af hálfu skólafélaga hans, gerendanna sem voru sautján talsins ” það var þarna kennari sem átti það til að klípa mig í höndina, en gerði það alltaf án þess að aðrir sæju til, ég var orðinn svo taugaveiklaður vegna eineltisins að ég var farinn að ganga með hníf á mér, ég er þó afar feginn að hafa ekki beitt honum, ég var farinn að safna liði og ætlaði mér að ganga frá gerendunum“. Hann segir eineltið hafa haft mikil áhrif á námsárangur hans ” þetta gjörsamlega rústaði fyrir mér náminu, t,d í prófum þá bara gerði ég eitthvað, ég var aldrei lengur en 10 mínútur inni í prófinu, þetta hafði það mikil áhrif að ég náði aldrei að læra neitt“,segir Atli. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila