Vatnsöryggi rætt á ráðstefnu Alþjóðabankans

vatnsdaelaÁ ráðstefnu sem haldin var fyrr í þessum mánuði á vegum Alþjóðabankans var vatnsöryggi jarðar eitt helsta mál ráðstefnunnar. Fram kom á ráðstefnunni að ekki væri hægt að taka því sem sjálfsögðum hlut á þessari öld að hægt sé að tryggja öllum íbúum jarðar aðgang að vatni. Þá kom fram að vatnsskortur í náinni framtíð geti dregið úr hagvexti á sumum svæðum jarðar um 6% og að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til þess að snúa þeirri þróun við. Einnig var rætt um mikilvægi þess að nýta vatn með sjálfbærum hætti til þess að draga úr vatnsþurrð, enda væri aðgangur að vatni forsenda allrar þróunar í mannlegu samfélagi, og að ekki mætti líta á vatnsskort eingöngu sem vandamál framtíðar sem ættu aðeins við fátæk samfélög, heldur væri um að ræða samfélagslegs og alþjóðlegan vanda sem öllum þjóðum heims ber að taka alvarlega.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila