Vegir víða lokaðir vegna óveðurs

Vegir á sunnanverðu landinu er víða lokaðir vegna óveðursins sem nú gengur yfir Suðurland og Suðausturland og er víða blint vegna snjóhríðar. Lokanir eru á Kjalarnesi, Lyngdalsheiði og Hellisheiði. Óveðrið hefur þó ekki enn náð á Hellisheiði en Vegagerðin taldi ráðlegt að loka henni í tíma, enda hafi reynslan sýnt að sé henni lokað of seint lendi ökumenn sem lagt hafa upp á heiðina í vandræðum með tilheyrandi álagi á björgunarsveitir. Búast má við frekari lokunum á vegum víðar á landinu og er fólk hvatt til þess að fylgjast með gangi mála á vef Vegagerðarinnar en hlekk á vefinn má finna hér að neðan.

Smelltu hér til þess að skoða færð á vegum

Athugasemdir

athugasemdir

Deila