Vegurinn undir Eyjafjöllum lokaður vegna óveðurs

Mikið hvassviðri gengur nú yfir á suður og suðausturlandi og ná vindhviður allt að 35 metrum á sekúndu. Af þeim sökum hefur veginum undir Eyjafjöllum verið lokað á meðan veðrið gengur yfir að því sem segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá hefur veginum yfir Reynisfjall einnig verið lokað. Vegagerðin minnir ökumenn á Austurlandi að hafa í huga að hópar hreindýra gætu verið þar við vegi og því þarf að gæta fyllst varúðar á þeim slóðum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila