Verðtryggingarhlutinn einn stærsti ávinningur kjarasamninga

Ragnar Þór Ingólfsson.

Aðgerðir sem miða að því að draga úr áhrifum verðtryggingarinnar er einn stærsti ávinningurinn í nýundirrituðum kjarasamningum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í þættinum Annað Ísland í dag en Ragnar var meðal viðmælenda Gunnars Smára Egilssonar. Í þættinum var rætt við ýmsa fulltrúa verkafólks og einnig fulltrúa öryrkja þar sem farið var yfir helstu nýmælin í kjarasamningunum. Að sögn Ragnars er hann þokkalega sáttur með árangurinn þó hann hefði viljað sjá meiri árangur, hann segir þó að árangurinn sem náðst hafi nú muni skipta fólk miklu máli, ekki síst verðtryggingarhlutinn og breytingar í húsnæðismálum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila