Verðtryggingin úrelt fyrirbæri sem þarf að afnema

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Verðtryggingin er barn síns tíma, úrelt fyrirbæri sem ætti að afnema. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að í dag séu uppi allt aðrar aðstæður í samfélaginu en uppi voru þegar verðtryggingin var sett á “ íslenskt samfélag lítur bara allt öðruvísi út og allir innviðir þess, þar á meðal allt öðruvísi í fjármálalegu tilliti en það gerði 1979 þegar það voru ekki til helstu markaðir í fjármálum, það var ekki til neinn skuldabréfamarkaður sem heitið gat og hlutabréfamarkaðurinn var ekki til, hvað þá öll þessi fyrirtæki sem taka að sér að annast sparnað og fjárvörslu fyrir fólk, það hefur verið afar áberandi að það koma alltaf upp sömu raddirnar með sama boðskapinn þegar einhver vogar sér að nefna að afnema ætti verðtryggingu að þá er alltaf sagt, verið þið hrædd, verið þið dauðhrædd“,segir Ólafur.

Athugasemdir

athugasemdir