Verðum að standa vörð um íslenska búfjárstofna

Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.

Innflutningur á hráu kjöti mun stórauka hættuna á að smitsjúkdómar geti borist í íslenska búfjárstofna og okkur ber skylda til þess að standa vörð um þá stofna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Jón segir að það eigi að vera skilyrðislaus réttur þjóðarinnar að ákveða hvort hrátt kjöt verði flutt hér inn, enda snúi málið að fæðuöryggi og heilsu búfjár, „þjóðin vill hollar, góðar og öruggar matvörur.„,segir Jón.

Reynt að veikja stjórnsýsluna með markvissum hætti

Jón segir að markvisst hafi verið reynt að veikja stjórnsýsluna í landbúnaðarmálum „það að fella þessi orð út í stjórnsýslunni, þ.e landbúnað og sjávarútveg felur í sér ansi sterk skilaboð þess efnis að þessi stjórnsýsla eigi að lúta valdi einhverra embættismanna í Brussel„,segir Jón.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila