Verkalýðshreyfingin rétti vettvangurinn til þess að hafa áhrif

Gunnlaugur Snær Ólafsson stjórnmálafræðingur.

Verkalýðshreyfingin er rétti vettvangurinn fyrir almenning til þess að hafa raunveruleg áhrif á það sem snertir hag heimilanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Snæs Ólafssonar stjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnlaugur segir að þær hræringar sem nú eigi sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar séu í raun framhald af þeirri óánægju sem komið hefur fram hjá almenningi eftir hrun ” og nú er líklegt að þessi óánægja sé að fara í þennan farveg, sem er að ég tel réttur farvegur til þess að hafa áhrif, t,d hvað varðar verðtrygginguna“,segir Gunnlaugur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila