Verslunareigandi í Svíþjóð greip til óhefðbundinna aðferða til að verjast ránum

Hér má sjá búrið sem sett hefur verið upp í versluninni.

Verslunareigandi í borgarhverfinu Sved í Svíþjóð sem hefur hefur orðið fyrir því þrívegis að verða fyrir vopnuðum ránum í verslun sinni fékk sig fullsaddann af aðgerðarleysi lögreglu og lét smíða sérstakt búr utan um starfsmenn verslunarinnar til þess að vernda þá gegn vopnuðum ránum. Búrið er hannað á þann hátt að starfsmenn eru inni í búrinu og taka þar við greiðslum fyrir vörurnar. Eigandinn búðarinnar, Jens segist hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að starfsmenn búðarinnar mega ekki verja sig gegn ránum nema á þá sé ráðist af fyrra bragði, og vegna aðgerðarleysis lögreglunnar “ við höfum reynt allt og ekkert virkar. við megum verja okkur t.d. með hnífum en þó aðeins ef við erum af fyrra bragði stungin með hníf. Það er algjörlega út í hött að sitja og bíða eftir hnífstungu ef einhver kemur æðandi að þér með hníf á lofti„,segir verslunareigandinn. Þá segir hann að ekki dugi fyrir lögreglu að hafa greinargóða lýsingu á þeim sem fremji vopnað rán “  í eitt skiptið elti ég einn ræningjann og gat gefið lögreglu greinargóða lýsingu á honum en ekkert var gert í málinu„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila