Verslunareigendur í Svíþjóð telja hefðbundna mynt á útleið

Meirihluti verslunareigenda í Svíþjóð telja að hætt verði að versla með hefbundna seðla og mynt fyrir árið í síðasta lagi árið 2030. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Konunglegi tækniháskólinn í Svíþjóð vinnur að þessi misserin. Einn af höfundum skýrslunnar Niklas Arvidsson greindi frá því í samtali við sænska dagblaðið að seðlar og mynt skapi einungis óþarfa kostnað fyrir bankana og að framboð á slíkum gjaldmiðlum muni einungis vara á meðan einhver eftirspurn sé eftir þeim. Samtök sænskra verslunareigenda hafa greint frá því að 80% allra viðskipta sem fram fari í Svíþjóð séu gerð í gegnum greiðslukort og því ljóst að hefðbundin mynt á undir högg að sækja og eftirspurnin fer minnkandi.

Athugasemdir

athugasemdir