Vesturlönd standa sig ekki í að gagnrýna Sádi Arabíu

Jón Ögmundur Þormóðsson lögfræðingur.

Ástæður þess að Sádi Arabar hafa komist upp með hegðun sem ríki alla jafnan komast ekki upp með í nútímanum má rekja til þess að stóru ríkin á Vesturlöndum hafa ekki staðið sig í að veita aðhald með gagnrýni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Ögmundar Þormóðssonar lögfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón gaf út nýlega út bókina Peace and War þar sem hann hefur safnað saman heimildartilvísunum frá stríðstímanum og segir Jón að ritið megi til dæmis nota til fræðslu um stríð, afleiðingar og upphaf þeirra, en Jón segir fræðslu um þessi mál vera til þess fallna að draga úr mögulegum stríðsátökum framtíðarinnar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila