„Við höfum misst ástvini en ekki vitið“

Steinn Valgarðsson, Wajih Tmeizi ,Nir Oren og Eldar Ástþórsson.

Parents Circle Families Forum sem eru grasrótarsamtök 600 palestínskra og ísraelskra fjölskyldna sem eiga það sameiginlegt að hafa misst ástvini í deilum ríkjanna hafa vakið töluverða athygli fyrir það starf sem samtökin vinna að. Tveir meðlimir samtakanna, þeir Wajih Tmeizi og Nir Oren voru gestir Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun ásamt Eldari Ástþórssyni og Einari Steini Valgarðssyni frá félaginu Ísland Palestína þar sem þeir sögðu frá starfi samtakanna sem miðar að því að tala fyrir friði, sáttum og endalokum hernámsins og hvernig viðbrögð stjórnvalda í Palestínu og Ísrael hafa verið í garð samtakanna, þá benda þeir félagar á að þeir hafi misst ástvini en ekki vitið og nýti það til þess að verða öðrum að liði öllum til góðs. Rétt er að geta þess að félagið Ísland Palestína er fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og verða þeir Wajih Tmeizi og Nir Oren sérstakir gestir í afmæliskvöldverði félagsins í kvöld.  Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila