„Við látum ekki slá okkur svona í gólfið“

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að félagsmenn hans muni ekki láta uppsagnir starfsmanna hjá HB Granda yfir sig ganga án mótspyrnu. Vilhjálmur sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir að hann muni berjast fyrir fólkið af miklu harðfylgi „ eins og staðan er í dag þá er maður baráttumaður og maður er ekkert tilbúinn til þess að láta slá sig í gólfið, maður stendur bara upp aftur og reynir að berjast fyrir því sem hægt er að berjast fyrir, og núna er bara okkar hlutverk að fá forsvarsmenn HB Granda til þess að endurskoða þessa ákvörðun, við verðum bara að fá að vita nákvæmlega hvað þeir þurfa til þess að geta haldið áfram starfsemi á Akranesi„,segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vandar þó forsvarmönnum HB Granda ekki kveðjurnar „þeir eiga að skammast sín, svona kemur maður ekki fram við fólk„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila