Viðskiptasamningar við Kína undirritaðir

Guðlaugur Þór og Fu Ziying aðstoðarviðskiptaráðherra skrifa undir samninginnn

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra skrifaði í vikunni undir samkomulag við kínversk stjórnvöld um aukið samstarf á sviði jarðvarma og rafrænna viðskipta. Þá var hindrunum á lambakjötsútflutningi til Kína rutt úr vegi á fundi utanríkisráðherra með ráðherra tollamála í Kína.

Guðlaugur Þór var í fjögurra daga heimsókn í Kína þar sem hann átti fundi með varaforseta og utanríkisráðherra Kína og aðstoðarviðskiptaráðherra auk tollamálaráðherra landsins.
Á fundinum með Fu Ziying, aðstoðarviðskiptaráðherra, skrifuðu þeir Guðlaugur Þór undir samkomulag um aukna samvinnu á sviði jarðvarma og rafrænna viðskipta. Skipaðir verða vinnuhópar sem eiga að útfæra samkomulagið nánar og er von á kínverskri sendinefnd um rafræn viðskipti til landsins strax í haust.
Samkomulagið sem við undirrituðum hefur tvímælalaust í för með sér gagnkvæman ávinning því grænir orkugjafar eru forgangsmál í umhverfis- og loftslagsstefnu Kínverja og þar höfum við sannarlega margt fram að færa. Þá er samstarf um rafræn viðskipti mikilvægt fyrir frekari framþróun í viðskiptasambandi þjóðanna en á því sviði standa Kínverjar mjög framarlega,“ sagði Guðlaugur Þór að undirritun lokinni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila