Viðtal við Þórólf Matthíasson um Icesave frá árinu 2010 endurflutt í dag klukkan 17:00

Vegna fjölda áskoranna mun Útvarp Saga í dag endurflytja viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar við Þórólf Matthíasson prófessor í hagfræði þar sem hann fjallaði um Icesave málið og þær fullyrðingar hans að hann teldi að allt að 90% af þeirri fjárhæð sem tapaðist myndi verða hægt að endurheimta úr þrotabúi gamla Landsbankans, en í miðju viðtali rauk Þórólfur á dyr eins og frægt var. Þátturinn verður endurfluttur í dag, mánudaginn 8.október kl.17:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila