Vigdís efst í skoðanakönnun á Útvarpi Sögu um borgarstjóraefnin

Vigdís Hauksdóttir borgarstjóraefni Miðflokksins.

Flestir sem tóku þátt í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík vilja að Vigdís Hauksdóttir borgarstjóraefni Miðflokksins verði næsti borgarstjóri. Könnunin stóð yfir í sólarhring en valið stóð milli þeirra þriggja borgarstjóraefna sem komin eru fram en það eru þau Vigdís Hauksdóttir, Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.  Eins og fyrr segir hlaut Vigdís flest atkvæði en hér að neðan má sjá hvernig atkvæðin skiptust.

Vigdís Hauksdóttir 50,93% atkvæða
Eyþór Arnalds 37,07 atkvæða
Dagur B. Eggertsson 12,15 % atkvæða
Alls voru greidd 642 atkvæði í þessar könnun

Athugasemdir

athugasemdir

Deila