Vilja að almenningur fái að kjósa um hvort eigi að hefja viðræður við ESB að nýju

ragnarthorfrettaRagnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR og frambjóðandi Dögunar segir að flokkurinn vilji að almenningur fái að kjósa um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli Ragnars í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ragnar bendir á að Evrópusambandið hafi breyst talsvert frá því ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um aðild að sambandinu “ þetta er ekki sama Evrópusamband og við vorum að ræða við og þess vegna þarf að taka ákvörðun um hvort við ætlum að byrja viðræður upp á nýtt eða hreinlega ekki„,segir Ragnar.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila