Vilja að borgin stofni byggingafélag

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarson.

Sósíalistaflokkur Íslands vill að Reykajvíkurborg stofni og reki byggingarfélag sem hafi það að markmiði að byggja íbúðir fyrir þann hóp á í mestu húsnæðisvandræðunum. Sanna Magdalena Mörtudóttir segir nóg komið af braski á íslenskum húsnæðismarkaði og að tími brasksins sé liðinn „Almenningur getur ekki greitt hinum auðugu arð af öllum stigum íbúðabygginga, eins og staðan er í dag þurfum við að borga lóðabraskaranum sinn gróða, eigendum byggingavöruverslunarinnar sinn hagnað, verktakanum sína álagningu og eigendum leigufélagsins sinn arð. Þetta leggst ofan á alla vextina sem við borgum á endanum, vextina af okkar lánum og lánunum sem fyrirtækin taka. Fátækar fjölskyldur, láglaunafólk, lífeyrisþegar, öryrkjar og annað fólk sem er í húsnæðisvanda getur ekki staðið undir þessu öllu.“, segir Sanna. Daníel Örn Arnarson sem skipar annað sæti listans tekur í svipaðan streng ” „Við erum klemmd á milli lágra launa og okurleigu,húsnæðiskerfið er byggt upp svo að fáir aðilar geti hagnast sem mest: Lóðabraskarar, byggingarvörufyrirtæki, verktakar, húsaleigufyrirtæki. Hin verst settu geta ekki staðið undir hinum ríku. Þeir verða að finna sér aðra tekjulind en húsnæðiskreppu láglaunafólks.“, segir Daníel.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila