Vilja að Grimsby verði fríhöfn þegar Brexit ferlinu er lokið

Borgaryfirvöld í Grimsby hafa lagt fram tillögu til bresku ríkisstjórnarinnar þess efnis að Grimsby verði fríhöfn þegar Brexit ferlinu verði lokið. Ekki er talið ólíklegt að tillaga borgaryfirvalda Grimsby verði samþykkt enda hafa yfirvöld ákveðnar áhyggjur af því að það erlenda vinnuafl sem manni stóran hluta fiskvinnslufyrirtækja borgarinnar ákveði að fara aftir til heimaríkja sinna eftir að Brexit lýkur, en vinnuaflið kemur að mestu leyti frá Austur Evrópu. Ákveðið var að leggja fram tillöguna eftir mikil fundarhöld við þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta, ekki síst fulltrúa þeirra landa sem eiga í mestum viðskiptum við fiskframleiðendur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila