Vilja að rækjukvótinn verði aukinn um 900 tonn

Hafrannsóknarstofnun leggur til að kvóti úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2017/2018 verði fimm þúsund tonn. Þetta er umtalsverð aukning frá síðustu ráðgjöf sem sett var fram á yfirstandandi fiskveiðiári en hún hljóðaði upp á 4100 tonn. Fram kemur í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunar að stofnvísitala ungrækju hafi haldist nokkuð stöðug frá árinu allt frá árinu 2012 eftir talsverðar sveiflur í hartnær áratug á undan. Nú horfi til betri vegar og ekki útlit fyrir annað en að stofnin muni stækka á næstu árum samkvæmt mælingum stofnunarinnar, og niðurstaðan því sem fyrr segir að óhætt sé að auka kvótann um 900 tonn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila