Vilja að umræðum um frumvarp um starfsumhverfi fiskeldis verði frestað

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að frumvarpi um starfsumhverfi fiskeldisfyrirtækja sem nú er til umfjöllunar á Alþingi verði frestað. Í tilkynningu frá samtökunum segir að frumvarpið myndi þrengja  mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja rði það að lögum og myndi einnig hamla verulega þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg sé í atvinnugreininni svo hún geti til framtíðar skapað góð störf og skilað tekjum til samfélagsins. Margir þýðingarmiklir agnúar séu á frumvarpinu og um áhrif þeirra fást engin svör, hvorki frá ráðherra né þingmönnum, því telji samtökin að rétt sé að fresta málinu þar til þeir ágallar sem séu á frumvarpinu hafi verið leiðréttir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila