Vilja aðkomu kennara við að bæta skólakerfið

Ingvar Mar Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykajvík, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og Gunnlaugur Ingvarsson oddviti Frelsisflokksins.

Framsóknarflokkur, Viðreisn og Frelsisflokkurinn vilja bæta menntakerfið innan borgarinnar með því meðal annars að auka aðkomu kennara að mótun stefnu grunnskólanna í borginni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingvars Mars Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar og Gunnlaugs Ingvarssonar oddvita Frelsisflokksins en Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við þau um borgarmálin í dag. Þá vilja oddvitarnir aukna aðkomu einkaaðila að skólakerfinu og einkavæða það að hluta, þá vilja fulltrúarnir einnig bæta stöðu þeirra nemenda sem höllustum fæti standa, meðal annars að veita þeim þjónustu þrátt fyrir að greiningar á vanda þeirra liggi ekki fyrir, enda þurfi að bíða töluvert eftir niðurstöðum slíkra greininga, auk þess sem oddvitarnir vilja hækka laun kennara umtalsvert. Fjölmörg önnur mál voru rædd í þættinum en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila