Vilja bæta aðgengi borgarbúa að stjórnkerfi borgarinnar

Björg Kristín Sigþórsdóttir oddviti og formaður Höfuðborgarlistans.

Nauðsynlegt er að bæta aðgengi borgarbúa að stjórnkerfi borgarinnar og borgarfulltrúum og gera borgarumhverfið manneskjulegra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjargar Kristínar Sigþórsdóttur oddvita og formanns Höfuðborgarlistans í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þá segir Björg nauðsynlegt að bæta forgangsröðun í borginni í þágu almennings á öllum sviðum, auk þess sem auka þarf val nemenda og foreldra þeirra þegar kemur að menntakerfinu. Í flugvallarmálinu vill Höfuðborgarlistinn leggja áherslu á að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og telur ekki skynsamlegt að velja framtíðar fluvallarstæði í Hvassahrauni, enda gæti það svæði verið varasamt með tilliti til eldvirkni. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila