Vilja endurskoða Shengen samninginn

ingagodmyndInga Sæland formaður Flokks fólksins segir að það sé vilji flokksins að endurskoða Shengen samkomulagið og taka upp á ný vegabréfaeftirlit. Inga sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni segir að til að geta tryggt betur öryggi landsins verði íslendingar að geta stjórnað á eigin landamærum. Aðspurð um hvort hún vilji slíta samstarfinu segir Inga „ það er náttúrulega ekki okkar að segja til um það því við tölum alltaf um beint lýðræði, það kemur alltaf til með að vera þjóðin sem á síðasta orðið um allt sem sem mun varða um hana til framtíðar, ekki einhverra örfárra einstaklinga sem bjóðast til þjónustu inn á þingi„.

Athugasemdir

athugasemdir