Vilja fækka úlföldum til þess að draga úr framleiðslu gróðurhúsalofttegunda

Áströlsk yfirvöld hafa lagt fram þá hugmynd að fækka úlföldum í álfunni til þess að draga úr framleiðslu gróðurhúsaloftegunda. Úlfaldar losar að meðaltali helmingi þess magns af gróðurhúsalofttegundum árlega sem nautgripir gefa frá sér en um hátt á 30 milljónir úlfalda eru til í heiminum. Yfirvöld í Ástralíu vilja framkvæma fækkun úlfaldanna með þeim hætti að smala saman hjörðum úlfalda með þyrlum, reka í sérstaka rétt og keyra þá til slátrunar. Til þess að lágmarka úrgang og sóun hafa yfirvöld jafnfram lagt fram áætlun að nýta kjöt dýranna til manneldis og til framleiðslu á gæludýrafóðri og þá yrði þeim eigendum úlfalda sem slátra dýrum sínum veitt svokallað hreinleikavottorð, sem jafngildir kolefniskvóta fyrir þá úlfalda sem yrðu felldir og gætu síðar selt vottorðið.

Athugasemdir

athugasemdir