Vilja ráðast í grundvallar kerfisbreytingar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Miðflokkurinn stefnir á að framkvæma grundvallar kerfisbreytingar í íslensku samfélagi komist flokkurinn í aðstöðu til þess eftir kosningar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í kosningaútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigmundur segir að meðal þeirra breytinga sem flokkurinn vill ráðast í eru breytingar á bankakerfinu, t,d með því að endurskipuleggja Landsbankann “ við viljum byrja á að minnka umfang bankakerfisins, Landsbankinn verði sem dæmi áfram ríkisbanki og í stað þess að vera með eigendastefnu af hálfu ríkisins sem er í raun seljendastefna, verði sett raunveruleg eigendastefna, það er að segja lýsing eigandans, ríkisins hvernig bankinn eigi að starfa og fái hlutverk til samræmis við það, svo leggjum við til að Landsbankinn stofni dótturfélag, nýjan banka með lágmarks yfirbyggingu, banka sem starfar bara á netinu og hefur það hlutverk að auka samkeppni og lækka vexti í landinu„,segir Sigmundur. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila