Vilja úttekt á fleiri verkefnum borgarinnar í kjölfar svartrar skýrslu um Mathöllina

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að gerð verði úttekt á hinum ýmsu verkefnum borgarinnar í kjölfar svartrar skýrslu um Mathöllina við Hlemm. Í skýrslunni um mathöllina kemur fram að verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun eða um 79% fram úr frumáætlun, en þar sem munurinn var mestur eru frávikin 193%. Í skýrslunni segir einnig „ Í þessari úttekt hefur komið í ljós að hlítni við innkaupareglur og innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er ábótavant þegar kemur að útboðum og innkaupaferilsskyldu. Svo virðist sem lauslegar áætlanir séu gerðar um einstaka verkþætti sem eru jafnvel undir viðmiðum um útboðsskyldu en endanlegur kostnaður leiðir í ljós að viðhafa hefði þurft útboð ef áætlanir hefðu verið raunhæfari.“. Í tilkynningu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um málið segir „ Innri endurskoðun birti borgarráði í dag bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við minnisblað fjármálastjóra. Ljóst er að stofnanir borgarinnar eru ósammála um mikilvæg atriði svo sem öflun og meðferð fjárheimilda, en innri endurskoðun er eftirlitsaðilinn. Endurskoðunarnefnd borgarinnar hefur nú þessi mál til skoðunar. Þá hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sent borgarstjórn bréf þar sem óskað er skýringa hvers vegna ábendingum innri endurskoðunar frá 2015 hafi ekki verið sinnt. Rétt er að benda á að þrír eftirlitsaðilar eru því að skoða þessi framúrkeyrslumál.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila