Vilja vernda menninguna og tungumálið

Gunnlaugur Ingvarsson oddviti og formaður Frelsisflokksins, Ágúst Örn Gíslason sem skipar 2.sæti lista flokksins og Svanhvít Brynja Tómasdóttir sem skipar 3.sæti listans.

Mikilvægt er að vernda menninguna, tungumálið og koma í veg fyrir íslamsvæðingu í Reykjavík. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Ingvarssonar oddvita Frelsinsflokksins, Ágúsar Arnar Gíslasonar sem skipar 2.sæti flokksins og Svanhvítar Brynju Tómasdóttur á 3.sæti listans í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Gunnlaugir segir að hér megi þegar sjá hnignun menningarinnar ” hér er varla dreginn upp fáni lengur á 17 júní, því þarf til dæmis að breyta og hefja 17 júní aftur upp til vegs og virðingar“,segir Gunnlaugur. Þá vill flokkurinn leggja mikla áherslu á velferðarmál, til dæmis í málefnum eldri borgara ” það hefur of lítið gerst hjá núverandi meirihluta þegar kemur að því að reisa hér hjúkrunarheimili, Reykjavík er höfuðborg Íslands og þessi mál eiga að vera í lagi“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila