Vilko í stöðugri sókn

Jón Örn Stefánsson sölustjóri Vilko.

Það kannast hvert mannsbarn á Íslandi við vöfflurnar sígildu frá Vilko en kannski færri sem vita að fyrirtækið sem hefur verið eitt helsta fyrirtækið á Blönduósi á uppruna sinn að rekja til Kópavogs. Jón Örn Stefánsson sölustjóri Vilko var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag þar sem hann rifjaði upp sögu fyrirtækisins og þá stöðugu vöruþróun sem á sér stað hjá fyrirtækinu, en fyrirtækið hefur meðal annars hafið þróun á heilsutengdum vörum, auk þess sem þróun á fleiri sviðum stendur yfir. Hægt er að kynna sér starfsemina og vöruúrvalið með því að smella hér. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila