Vill að bankarnir verði þjóðnýttir

Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar.

Heppilegast og farsællegast væri fyrir samfélagið að bankarnir yrðu þjóðnýttir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorvaldar Þorvaldssonar formanns Alþýðufylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þorvaldur segir að það sé stefna Alþýðufylkingarinnar sé sú að innviðir samfélagsins þar með taldir bankarnir séu samfélagslega reknir “ þá erum við að tala um fjármálakerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, orkufyrirtæki og umferðarmannvirki, hvað fjármálakerfið varðar þá viljum við losna við þessa spákaupmennsku, sem í raun og veru tröllríður og mergsýgur samfélagið, tl dæmis gæti ríkið rekið bara bankaþjónustu eftir þörfum í stað þess að soga til sín gróða úr öðrum greinum og til dæmis miðlað fjármagni á lýðræðislegan hátt„,segir Þorvaldur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila