Vill að Frosti Sigurjónsson verði utanþingsráðherra bankamála

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra.

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að næsta ríkisstjórn eigi að setja Frosta Sigurjónsson fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins sem utanþingsráðherra bankamála. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir Frosta afar vel til þess fallinn að fara með ráðuneyti bankamála “hann er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur lagt fram yfirvegaðar, vel rökstuddar tillögur um róttæka uppstokkun á spilltu fjármálakerfi íslendinga, ég legg það til að Frosti verði kvaddur til og gerður að ráðherra bankamála utan þings, hann er eini maðurinn sem hefur þaulhugsað þetta og ég er sammála því í stórum dráttum sem hann hefur verið sagt, og það ætti að vera hlutverk Framsóknarflokksins og framlag til nýrrar ríkisstjórnar að virkja hann í slíku starfi“,segir Jón Baldvin.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila