Vill að Kópavogur verði best rekna sveitarfélag landsins

Geir Þorsteinsson oddviti Miðflokksins í Kópavogi.

Stefnt er að því að Kópavogur verði best rekna sveitarfélag landsins komist Miðflokkurinn til valda í bænum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Geirs Þorsteinssonar oddvita Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra í Kópavogi. Geir segir að rekstur bæjarins sé þegar með ágætum, hins vegar megi vel gera betur og telur að Kópavogur geti vel orðið best rekna sveitarfélag á Íslandi ” við getum vel verið með lægsta útsvarið og á sama tíma boðið bestu þjónustuna, þetta er vel hægt, ég vil benda á að bæjarfulltrúar hafa fengið hér 75% hækkun launa á skömmum tíma, og þessir 11 bæjarfulltrúar fá rúmlega 130 milljónir á ári eftir þessa hækkun, ég vil líka að laun bæjarfulltrúa verði uppi á borðinu, og ekki bara beinu launagreiðslurnar, heldur launaðar nefndarsetur einnig“,segir Geir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila