Vill að stjórnvöld leggi 90% skatt á ofurbónusa

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Stjórnvöld eiga að gera megnið af ofurbónusum upptæka með því að leggja á þá 90 prósenta skatt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Í þættinum ræddi Vilhjálmur meðal annars um ofurbónusa sem stjórnarmenn Klakka fá í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu á fjármögnunarfyrirtækinu Lykli og annara eigna á undanförnum árum, en Vilhjálmur segir að með slíkum greiðslum sé verið að misbjóða almenningi og gerir þá kröfu að ríkisvaldið grípi inn í og setji 90% skatt á slíka ofurbónusa. Þá ætlar Vilhjálmur ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að efna til mótmæla við höfuðstöðvar Klakka vegna málsins „við ætlum okkur að mæta þarna fyrir utan á föstudaginn og mótmæla þessu með táknrænum hætti og við ætlum að biðla til stjórnvalda um að taka á þessu máli með þeim hætti að setja þennan ofurskatt á þessa ofurbónusa„,segir Vilhjálmur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila