Vill afnema áhrif sitjandi dómara við val á nýjum dómurum

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari fagnar stofnun Landréttar og vonast til þess að hann muni létta á álaginu á Hæstarétti, en segir að hann hefði þó viljað sá einnig þær breytingar um leið að afnema áhrif sitjandi dómara á vali á nýjum dómurum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir dómara við Hæstarétt í raun hafa alræðisvald yfir því hverjir veljist sem dómarar “ dómararnir í Hæstarétti og svona hópurinn í kringum þá ræður því bara hér hverjir verða nýjir dómarar við Landsrétt og það verður að breyta þessu, þeir velja gamla félaga og kunningja inn í hópinn, þetta er alveg skelfilegt ástand og út úr þessu kemur bara einhver svona klíkuhópur þar sem allir eru vinir og vináttan milli þeirra virðist vera meira virði heldur en að dæma rétt„,segir Jón Steinar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila