Vill afnema frítekjumarkið

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.

Viðreisn hefur breytt stefnu sinni varðandi frítekjumark aldraðra og í stað þess að hækka markið vilja Viðreisnarmenn afnema það nú með öllu og gera öldruðum kleift að vinna án skerðinga á lífeyri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í kosningaútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Benedikt segir að breytta stefnu Viðreisnar í málinu koma til vegna breyttra forsendna “ við Þorsteinn Víglundsson endurreiknuðum forsendurnar og niðurstaðan var að hægt er að afnema frítekjumarkið með öllu, það er nefnilega þannig að við getum reiknað okkur upp í að þetta kosti eitthvað en ef það er bara átján þúsund krónur eftir hvern 100 þúsund kall sem fólk vinnur sér inn þá sér það hver heilvita maður að enginn lætur bjóða sér það„,segir Benedikt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila