Vill ekki opna landið fyrir hælisleitendum sem koma af efnahagslegum ástæðum

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og oddviti Samfylkingarinnar vill ekki opna landið fyrir hælisleitendum sem koma hingað til lands af efnahagslegum ástæðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Helga bendir á að ekki sé hægt að skilgreina þá sem hingað koma í efnahagslegum tilgangi sem flóttamenn og því beri að vísa þeim úr landi ” hér er til staðar móttökumiðstöð þar sem fyrsta skimun fer fram, það er auðvitað hluti af hópnum sem eru að koma hingað eingöngu vegna fjárhagslegra aðstæðna og samkvæmt skilgreiningu eru þeir ekki flóttamenn og geta ekki fengið stöðu flóttamanna“,segir Helga. Aðspurð um hvort það sé hennar skoðun að vísa þeim hópi úr landi segir Helga “ jú algjörlega“.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila