Vill niðurstöður PISA könnunar upp á borðið

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Það væri viturlegra og samfélaginu til hagsbóta að hafa niðurstöður nýjustu PISA könnunar upp á borðinu til þess að hægt sé að taka á þeim atriðum þar sem úrbóta er þörf. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að það sé engum til hagsbóta að leyna niðurstöðunum ” hvaða hagsmunum þjónar það? þjónar það hagsmunum barnanna í skólunum að fela þessar niðurstöður? þjónar það hagsmunum kennarana? þjónar það hagsmunum skólanna? ég segi að það að sérstaklega ungir piltar séu að koma út úr grunnskólunum þannig að þeir geti enga björg sér veitt í námi í framhaldinu, hvernig á nemandi sem kemur þannig út úr grunnskóla að geta bjargað sér, hvernig blasir það við þeim nemanda hvort sem er í fjölbrautarskóla eða í iðnnámi?, hvernig á þetta eiginlega að vera?“,spyr Ólafur.

Athugasemdir

athugasemdir