Vill nútímavæða Islam í samstarfi við hófsama múslima

Christine Williams.

Nauðsynlegt er að vinna að því með hófsömum múslimum að aðskila trú innan Islam og með þeim hætti nútímavæða Islam. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Christine Williams blaðakonu sem nú þegar vinnur með hófsömum múslimum að þessu markmiði. Christine sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun ásamt Valdimar Jóhannessyni segir að það sé grunvallaratriði að aðskilja pólitík frá trúnni til þess að draga úr öfgum innan Islam og þannig megi bæta möguleikann á því að þeir sem séu Islamstrúar geti búið í sátt og samlyndi í samfélögum þar sem önnur trúabrögð séu ríkjandi, þá sé þetta einnig tækifæri fyrir konur innan Islam til þess að öðlast sjálfstæði.

Athugasemdir

athugasemdir