Vill sekta samfélagsmiðla fyrir dreifingu falsfrétta og neikvæðri umræðu um innflytjendur

Angela Merkel kanslari Þýskalands.

Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur lagt fram tillögu um lagasetningu sem gera yfirvöldum kleift að sekta samfélagsmiðla fyrir dreifingu falsfrétta um allt að 50 milljónum evra. Í tillögunni er gert ráð fyrir að hægt verði að sekta samfélagsmiðla eyði þeir ekki efni sem talist gæti falsfrétt eða hatursorðræða að mati yfirvalda. Þýsk yfirvöld hafa þegar tekið skref í þessum efnum en fyrir nokkru var samfélagsmiðlinum Facebook gert að setja upp skrifstofu í Berlín þar sem hundruður starfsmanna hafa það að atvinnu að greina og fjarlægja slíkt efni af samfélagsmiðlinumþ Ef tillaga Merkel nær fram að ganga er um að ræða hörðustu lög í veröldinni gagnvart umræðunni á netinu.

Athugasemdir

athugasemdir