Vill taka á umferðarhnútum með því að fá fyrirtæki til að breyta vinnutíma

Áslaug Friðriksdóttir frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins.

Nauðsynlegt er að taka á þeim vanda sem steðjar að í samgöngumálum sem fyrst, til dæmis með því að biðja fyrirtæki og skóla að breyta opnunartímum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Áslaugar Friðriksdóttur frambjóðanda í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Áslaug segir að ekki eigi að útiloka borgarlínu, enda sé hún hugsuð til langrar framtíðar en nauðsynlegt sé jafnframt að takast á við þau vandamál sem séu nú þegar til staðar með öðrum ráðum „við erum með álagspunkta kvölds og morgna þar sem fólk situr fast í töfum en á öðrum tímum eru götur auðar, það er hægt að fara að vinna í þessu strax af miklum krafti með því að biðla til stórra fyrirtækja og skóla að breyta til dæmis sínum stundarskrám eða vinnutíma þannig að við getum minnkað álagið„,segir Áslaug. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila