„Vinátta er grundvöllur minnar lífsspeki“

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri.

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri segir að hann hafi ekki vitað af hæfileikum sínum í tónlist fyrr en hann hafði gengið í gegnum djúpa dali þunglyndis, en frá því hann uppgvötaði tónlistarhæfileika sína hefur hann samið mörg kvæði og lög. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Ólafur segir að vináttan hafi helst verið hans yrkisefni „vináttan er grundvöllur minnar lífsspeki“,segir Ólafur. Ólafur hefur birt flest laga sinna á Youtube en með því að smella hér má sjá rjómann af þeim lögum sem Ólafur hefur samið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila