Vinna að úrbótum í kjölfar skýrslu Innri endurskoðunar

Reykjavíkurborg hefur hafið vinnu við úrbætur í kjölfar skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að strax í kjölfar fundar borgarráðs hafi farið af stað vinna við að draga fram ábendingar og niðurstöður skýrslunnar og sú vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur. Yfirlit yfir ábendingar Innri endurskoðunar var lagt fram í borgarráði í dag.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að yfirlitið yfir ábendingar og niðurstöður sem var lagt fram á fundinum sé afar mikilvægt “ Þarna höfum við dregið fram kjarnann í skýrslu Innri endurskoðunar og munum vinna með þetta jafnt og þétt áfram í samvinnu við borgarráð. Eins og fram hefur komið þá er þessi framúrkeyrsla – frávik í framkvæmdum á vegum borgarinnar. Nú hefur skýrsla IE verið lögð fram og í dag er búið að draga fram aðalatriðin í skýrslunni. Næsta skref í málinu er að vinna að nauðsynlegum úrbótum til að tryggja að svona frávik endurtaki sig ekki. Sú vinna hófst reyndar þegar í október í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar,“  segir Þórdís Lóa.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila