Vinnumálastofnun lokað vegna hótunar

Viðbúnaður er við Vinnumálastofnun vegna hótunar sem stofnuninni barst í morgun. Starfsmenn hafa læst að sér og hefur starfsfólk verið beðið um að halda sig frá öllum gluggum. Lögreglu hefur verið gert viðvart um málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort lögregla sé á staðnum enn sem komið er. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis hótunin er eða hvernig hún barst.

Uppfært: Vinnumálastofnun hefur verið opnuð á ný. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar hvers eðlis hótunin var en hún barst með tölvupósti. Lögregla var ekki kölluð á staðinn en eins og fyrr segir hafa lögregluyfirvöld verið upplýst um málið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila