Vinstri sinnaðir fjölmiðlar sneru baki við Julian Assange í kjölfar leka

Bretar freista þess nú að leita leiða til þess að Julian Assange stofnandi uppljóstrunarvefjarins Wikileaks eigi það ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að vinstri sinnaðir fjölmiðlar hafi snúið við honum baki eftir leka Wikileaks viðkvæmra gagna um demókrata og staða hans sé snúin ” hann á mjög stóra og sterka óvini sem er mjög erfitt fyrir einstakling að eiga við, ég held að hans stærstu óvinir séu Hillary Clinton, George Soros og fylgjendur þeirra“,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila