Vísindamenn undrandi á aukinni geislavirkni í Evrópu

Vísindamenn furða sig á staðbundinni hækkun geislavirkni á ýmsum stöðum í Evrópu. Yfirvöld geislavarnarmála í Þýskalandi greindu frá því í síðustu viku að staðfest væri að aukin geislavirkni hefði mælst á sex stöðum í Þýzkalandi og á öðrum stöðum í Evrópu eins og Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Sviss. Tekið var fram að ekki sé um hættulega mikla hækkun að ræða en fyrstu niðurstöður greininga sýna að geislavirknin gæti átt uppruna í Suður Úral eða öðrum svæðum í Suður Rússlandi. Ruthenium -106 hefur mælst en það er ísótópi sem notaður er m.a. í baráttu gegn krabbameini í augum. Þá hafa einnig mælst ísótópar sem notaðir eru til þess að knýja gervitungl.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila