Vitnaði í frétt af Stundinni og sagði hana heimild fyrir meintum hatursummælum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður Íslandsdeildar Evrópuþingsins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður Íslandsnefndar Evrópuþingsins hélt því fram að frétt Stundarinnar af meintum ummælum úr þáttum á Útvarpi Sögu væri heimild sem byggjandi væri á um að hatursorðræða væri ástunduð á stöðinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórhildar í síðdegisútvarpinu í gær en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Þórhildur vitnaði í meint ummæli sem Stundin hafði slitið úr samhengi í tengslum við umfjöllun á stöðinni um mál hælisleitenda sem leituðu kirkjugriða í Laugarneskirkju. Pétur benti Þórhildi á að heimildir Stundarinnar væru alls ekki áreiðanleg heimildir og væru litaðar af andúð í garð Útvarps Sögu “ þeir sem vinna á Stundinni hafa t,d stolið af okkur myndum, og meira segja hefur þetta gengið svo langt að þegar ég var aðili að stjórnmálaflokki þar sem einhverjir aðilar stálu öllum peningnum úr flokknum, aðilar sem ég hafði farið í mál við vegna ummæla og hafði unnið það mál, þá töluðu þeir (Stundin) eins og ég væri sökudólgurinn, þeir snúa öllu á haus, þannig að halda því fram að þetta sé einhver heimild um okkar afstöðu eða tjáningarmáta er afskaplega ósanngjarnt„,sagði Pétur. Viðtalið verður endurflutt í dag, föstudag kl.13:30.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila