„Vitum lítið um þær sviptingar sem geta orðið vegna flóttamannavandans“

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Íslendingar þekkja lítið til þeirra afleiðinga sem flóttamannavandinn hefur valdið nema í litlum mæli, bæði hvað varðar á stjórnmálasviðinu og á trúarlega sviðinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir að íslendinga skorti þekkingu á þessu sviði “ ég held að okkur flest skorti raunhæfa þekkingu á þessu og þeirri samtvinnun trúarlegra sjónarmiða og stjórnmálalegra sjónarmiða sem þarna á sér stað í þessu hugmyndakerfi sem við hér á vesturlöndum höfum algjörlega aðskilið með þeim hætti að það er alveg í tveimur deildum trúarleg sjónarmið og pólitísk sjónarmið, ríki og kirkja eins og við þekkjum, það sem við stöndum frammi fyrir eru hópar fólks sem að hafa sterk viðhorf sem þeim hafa verið innrætt frá blautu barnsbeini sem gerir þeim erfitt um vik þegar kemur að því að aðlagast vestrænu samfélagi„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila