Vonar að það sjónarmið að viðeigandi sé að sýna Piu lítilsvirðingu sé í minnihluta

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann harmi að heimsókn Piu Kjærsgaard þingforseta danska þingsins hafi verið notuð í þeim tilgangi að varpa skugga á hátíðarfund Alþingis sem fram fór í gær. Þá segir einnig í yfirlýsingu Steingríms að hann „ leyfi sér að trúa því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar„. Jafnframt bendir Steingrímur á að upplýst hafi verið fyrir nokkrum mánuðum að þingforsetinn yrði viðstaddur fundinn og ekki hafi komið fram nein mótmæli vegna þess fyrr en á síðustu stundu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila